Námskeið í Facebook fyrir fyrirtæki
Markaðsstofa Reykjaness og Heklan standa fyrir námskeiði í notkun á Facebook og samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum.Á námskeiðinu verður farið yfir notkun á samfélagsmiðlum og verður gerð greining á Facebook síðum þátttakenda. Farið er í allt frá því hvernig Facebook síður eru stofnaðar til þess hvernig samfélagsvefurinn er notaður sem markaðstæki. Hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin? Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig nær maður árangri og hvenær er maður að eyða tíma sínum til einskis? Hvernig á að búa til Facebook auglýsingar? Hvað eru Facebook öpp og get ég nýtt mér slíkt?Áhersla er lögð á að námskeiðið sé hagnýtt og fólk öðlist þekkingu sem það geti nýtt sér þegar í stað.
Sérfræðingar í samfélagsmiðlum frá PIPAR/TBWA, Kristín Elfa Ragnarsdóttir, og PIPAR/TRAVEL, Unnar Bergþórsson, leiðbeina þátttakendum í gengnum efni námskeiðsins.Námskeiðið virkar bæði fyrir þá sem kunna talsvert fyrir sér í tölvunotkun og þá sem lítið kunna. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta nýtt miðilinn Facebook sem markaðstæki á markvissan hátt.
Staður: Frumkvöðlasetrið Eldey, Grænásbraut 506 á Ásbrú.Tími: Fyrir byrjendurFimmtudagurinn 10. apríl kl. 8:00 – 12.00 Fyrir lengra komnaFöstudagurinn 11. apríl kl. 8:00 – 12:00
Verð kr. 10.000.
SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐIÐ