fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki

Hefur þú áhuga á matarhandverki? Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki verður haldin í 13. nóvember nk. Keppnin fer fram í Norræna húsinu og býðst smáframleiðendum frá Norðurlöndunum að taka þátt.
Matís og Ný norræn matvæli II halda keppnina en hún er styrkt af Íslandsstofu, Icelandair, Norræna húsinu, Mjólkursamsölunni og Klúbbi matreiðslumeistara. Nú þegar hefur fjöldi framleiðenda frá öllum Norðurlöndunum skráð sig til keppni. Nánari upplýsingar um keppnina eru á vef Matís.Skráningu lýkur 10. nóvember. Nánar