fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum til samstarfsverkefna á sviði ferðaþjónustu eða til kynnis- og námsferða 2014. NATA styrkir samstarf á milli Íslands, Grænlands og Færeyja. 
 
TIL VERKEFNA Í FERÐAÞJÓNUSTU
Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna geta sótt um styrki til samstarfsverkefna á eftirfarandi sviðum ferðaþjónustu:
 
Til sameiginlegra markaðssetningarverkefna
Til nýsköpunar- og vöruþróunarverkefna
Til þekkingarheimsókna og miðlunar gagnkvæmrar reynslu milli ferðaþjónustuaðila
Til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar
 
Hámarksstyrkur til verkefnis er 100 þúsund danskar krónur, eða að hámarki 50% kostnaðaráætlunar.
 
 
TIL KYNNIS- OG NÁMSFERÐA
Um er að ræða ferðastyrki til þeirra sem vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er 1.000 danskar krónur vegna ferða milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar. Ekki eru veittir styrkir vegna gistingar og uppihalds. Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða:
 
Skóla
Íþróttahópa
Tónlistarhópa
Annars menningarsamstarfs
 
Nánari upplýsingar á íslensku má finna á vef Ferðamálastofu. 
 
SKILAFRESTUR
Lokafrestur til að skila umsókn er 20. febrúar 2014 og mun niðurstaða stjórnar NATA liggja fyrir 8. apríl. Athugið að verkefni með áætluð verklok fyrir 8. apríl 2014 teljast ekki styrkhæf. Ítarlegar upplýsingar á dönsku og ensku ásamt umsóknareyðublöðum er að finna á vef NATA www.nata.is. Allar frekari upplýsingar veitir Birita Johansen hjá NATA – nata@industry.fo