fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ný íbúakönnun farin í loftið

Ný íbúakönnun landshluta er farin í loftið og eru íbúar á Suðurnesjum sem hafa verið valdir í úrtak hvattir til þess að taka þátt.

Markmið og tilgangur könnunarinnar er að kanna hug íbúa til búsetuskilyrða, aðstæður á vinnumarkaði og afstöðu til nokkurra mikilvægra atriða, s.s hamingju og hvort íbúar séu á förum frá landshlutanum. Könnunin var send út á íslensku ensku og pólsku og viljum við hvetja sem flesta til þess að taka þátt.

Vífill Karlsson, Ph.D. í hagfræði hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd könnunarinnar, ásamt því að vinna úr niðurstöðum með Helgu Maríu Pétursdóttur hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri safnaði netföngum og mat stærð úrtaks.

Hægt er að skoða niðurstöður úr fyrri könnunum á mælaborði Byggðastofnunar sem sjá má hér.