fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ný vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Opnuð hefur verið ný vefsíða í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands sem fagnað verður með fjölbreyttri dagskrá um land allt á næsta ári.
Kallað er eftir frumkvæði og þátttöku allra landsmanna vð mótun dagskrár afmælisársins og lögð er áhersla á að ná til sem flestra.

Litið verður til verkefna sem:

  • minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands eða hafa skírskotun til þess þáttar í sögu þjóðarinnar
  • fjalla um og eða byggja á fullveldishugtakinu
  • hvetja til samstarfs
  • höfða til barna og ungs fólks og eru til þess fallin að auka þekkingu og innsýn þeirra í söguna
  • höfða til fjölbreytts hóps fólks og hvetja til almennrar þátttöku
  • draga fram áhugaverða samlíkingu milli fortíðar og nútíðar í sögu ands og þjóðar
  • hafa nýstárlega nálgun á þjóðararfinn
  • eru til þess fallin að vekja athygli á sérstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna

Á vefsíðunni verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá þar inn verkefni. Einnig verður þar að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtalið sem og námsefni fyrir skóla.

Nánar