fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nýsköpun á haustfundi Heklunnar

Haustfundur Heklunnar verður haldinn í Bergi, Hljómahöll föstudaginn 27. október en þar verður fjallað um nýsköpunarumhverfið á Suðurnesjum.

Kynntar verða niðurstöður rannsóknar um nýsköpun og frumkvöðlaumhverfi á Suðurnesjum  auk þess sem stuðningsumhverfið verður skoðað og má þar nefna fjárfestingar og styrktarsjóði.

Framsögumenn eru Hallgrímur Oddsson frá Norðurskauti, Svava Björk Ólafsdóttir frá Icelandic Startups, Friðjón Einarsson og Arnar Már Elíasson frá Eignarhaldsfélagi Suðurnesja og Björk Guðjónsdóttir frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Fundarstjóri er Guðný María Jóhannsdóttir en fundurinn er öllum opinn. Beint streymi verður af fundinum fyrir þá sem eiga ekki heimagengt. Fundurinn hefst með léttum hádegisverði kl. 11:30 og stendur dagskrá frá 12 – 13:30.

Skráning fer fram hér