fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nýsköpunarþing 2022: Hugvitið út! – Hvernig verður hugvit stærsta útflutningsgrein Íslands?

Hugvitið út! – Hvernig verður hugvit stærsta útflutningsgrein Íslands? er yfirskrift nýsköpunarþings sem haldið verður i Grósku þriðjudaginn 20. september kl. 1330 – 15:00.
Umfjöllunarefni Nýsköpunarþings hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum. Umræðuefnið er ávallt valið með það í huga að ýta undir skilning manna á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfs hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt á Nýsköpunarþingi.
Takið daginn frá. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Aðgangur ókeypis – en gestir þurfa að skrá sig og hefur verið opnað fyrir skráningar.
Nýsköpunarþing er haldið í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar.