fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nýtt Gagnatorg Rannís

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunarmála opnaði á dögunum formlega nýtt Gagnatorg Rannís en þar má finna allar upplýsingar um umsóknir og úthlutanir úr þeim sjóðum sem Rannís hefur umsjón með, en stofnunin rekur um 30 sjóði á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar.

Opnun Gagnatorgsins er því mikilvægt skref í þeirri þjónustu sem Rannís veitir, þar sem það tryggir enn betri upplýsingagjöf og gagnsæi í úthlutun úr opinberum sjóðum, en kallað hefur verið eftir betra aðgengi að gögnum sem verða til fyrir tilstilli opinberra samkeppnissjóða.

Á Gagnatorgi Rannís má finna ítarlegar upplýsingar um fjölda umsókna og úthlutanir einstakra sjóða, ár úthlutunar, umsækjendur og stuðningsupphæðir. Einnig verður hægt að fletta upp nánari upplýsingum um einstök verkefni í hnotskurn, þar sem nánari upplýsingar eru tiltækar.

Nánar