fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Íbúum fjölgar mest á Suðurnesjum og Suðurlandi

Íbúum fjölgaði mest á Suðurnesjum og Suðurlandi á síðasta ári en landsmeðaltal var 2.0%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum um mannfjölda frá Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2022.

Þessar upplýsingar má sjá í Mælaborði Byggðastofnunar sem heldur utan um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna og skoða má hér.

Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 3,2 en fjölgunin var aðeins o,1% meiri á Suðurlandi. Á Suðurnesjum var mest fólksfjölgun í Reykjanesbæ (3,8%) en íbúar í Suðurnesjabæ eru 3.753, íbúar í Grindavík 3.582 og í sveitarfélaginu Vogum 1.354. Samtals eru íbúar á Suðurnesjum 29.108 þúsund.

Íbúar á Íslandi eru 376.248 en þar af búa 358.515 (95%) í byggðakjörnum og 17.733 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 240.882 íbúar (64% landsmanna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðis.  en mest fjölgun varð á Suðurlandi (3,3%) og á Suðurnesjum (3,2%).