Okkur vantar nýjan liðsmann
Verkefnastjóri farsældar barna
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum auglýsir eftir verkefnastjóra farsældar. Markmið verkefnisins er að koma á fót farsældarráði á Suðurnesjum í þágu farsældar barna. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára sem byggir á samningi milli SSS og Mennta-og barnamálaráðuneytisins. SSS eru landshlutasamtök sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virkt samráð við sveitarfélögin og það starfsfólk sem ber ábyrgð á innleiðingu farsældar
- Virkt samráð við svæðisbundna þjónustuveitendur á vegum ríkis og sveitarfélaga sem og fulltrúa notenda á svæðinu
- Ná yfirsýn yfir þjónustu við börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu
- Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana með það að markmiði að koma á farsældarráði
- Stuðla að því að fyrir lok tímabilsins hafi farsældarráð hafið störf og unnið fyrstu áætlun um svæðisbundna forgagnsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára
- Umsjón með verkskilum, fundum og öðrum störfum farsældarráðs
- Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
- Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu sem og starfsemi sveitarfélaga
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðnii
- Framsýni og metnaður
- Hreint sakavottorð
- Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt
- Góð samskiptafærni og tölvukunnátta
Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur áhuga fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill taka þátt í fjölbreyttum verkefnum landshlutasamtakanna.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsækjendur sendi kynningarbréf og starfsferilsskrá í gegnum ráðningarvefinn alfred.is
Starfshlutfall er 100%.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSS, Berglind Kristinsdóttir, berglind@sss.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2024.