Upptaka frá Flæði framtíðar ráðstefnu
Ráðstefnan Flæði framtíðar var haldin í Reykjanesbæ þann 15. nóvember sl. en þar var fjallað um áhrif og möguleika gervigreindar í þróun og eflingu nýsköpunar, sjálfvirkni og tæknimenntunar.
Markmið ráðstefnunnar var að varpa ljósi á hvernig tæknin er að breyta samfélaginu og skapa umræðu um hvernig við getum búið okkur sem best undir þær breytingar. Að ráðstefnunni stóð Fab Lab Suðurnes ásamt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Nora.ai, Háskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Algalíf, HS Orka, Svepparíkið, atNorth og Grænir iðngarðar.
Hér má sjá upptöku frá fundinum.