fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Örnámskeið í Eldey

Boðið verður upp á örnámskeið í Eldey, Frá hugmynd til hagnaðar, í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands vorið 2012.Verð fyrir hvert námskeið er kr. 5.000 en bent er á niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun.Skráning á eldey@heklan.is
Stuðningsumhverfið og styrkumsóknir – 2 klukkustundir
Hvenær: Þriðjudagur 17. apríl kl. 13.00-15.00.
Hvar: Eldey frumkvöðlasetur
Kennari: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands   
Námskeiðslýsing:  Á námskeiðinu verður farið yfir stuðnings- og styrkumhverfi frumvöðla og fyrirtækja og farið í hagnýta fræðslu um umsóknaskrif.  
Vöruþróun – hugmyndir og rýni – 3 klukkustundir
Hvenær: miðvikudagur 25. apríl 2012 kl. 13.00-16.00
Hvar: Eldey frumkvöðlasetur
Kennari:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Námskeiðslýsing:  Rætt verður um hugmyndir, hvernig afla má hugmynda og kenndar leiðir til að vinna skipulega úr þeim.  Aðferðafræði vöruþróunar kynnt.
Rekstur og reiknilíkan – 3 klukkustundir
Hvenær: Þriðjudagur 8. maí  2012 kl. 13.00-16.00
Hvar: Eldey frumkvöðlasetur
Kennari:   Þorsteinn Broddason, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Námskeiðslýsing: Fjallað um gerð rekstararáætlana og nemendur fá kennslu í notkun á hagnýtu líkani  til að vinna rekstraráætlanir.
Sölu- og markaðsmál –  3 klukkustundir
Hvenær: Þriðjudagur 15. Maí 2012 kl. 13.00-16.00
Hvar: Eldey frumkvöðlasetur
Kennari: Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um þau grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við markaðssetningu á nýrri vöru og þjónustu. Fjallað er um  markaðshlutun, markhópagreiningu, sérstöðu vöru og þjónustu, mikilvægi  ímyndar, kynningarstarf, almannatengsl og virkjun tengslanetsins.
Netmarkaðssetning – 3 klukkustundir
Hvenær: Þriðjudagur 22. maí 2012 kl. 13.00-16.00.
Hvar: Eldey frumkvöðlasetur
Kennari: Selma Dögg Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um markaðssetningu á internetinu.  Farið verður yfir mikilvæg atriði varðandi uppbyggingu og innihald á heimasíðum, notkun samfélagsmiðla   og hvernig nýta má leitarvélar til að ná árangri.  
Rekstrarform fyrirtækja  – 3 klukkustundir
Hvenær: miðvikudagur 30. maí 2012 kl. 13.00-16.00
Hvar: Eldey frumkvöðlasetur
Kennari: Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi rekstrarform fyrirtækja og hvernig á að undirbúa og skrá rekstur. Talað verður um ábyrgð og stjórnun og fjallað um skattamál.  Farið er yfir reglur um tekjuskráningu og meðhöndlun virðisaukaskatts