Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga í síðasta lagi 16. ágúst 2015.
Nánari upplýsingar hér á vef Umhverfis-og Auðlindarráðuneytisins.