fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ráðast þarf í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir

Á 43. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 13. – 14. september var lögð fram ályktun um samgöngumál á Suðurnesjum.

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 13.-14. september 2019 leggur áherslu á að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á Suðurnesjum. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum er sammála um að leggja áherslu á eftirfarandi verkefni:

  • Ljúka þarf tvöföldun Reykjanesbrautar og huga að öryggi vegtenginga að nærliggjandi bæjarfélögum.
  • Nauðsynlegt er að ráðast í löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á þjóðvegunum að Suðurnesjabæ auk þess sem breikka þarf veginn á milli bæjarkjarnanna.
  • Sveitarfélögin, Vegagerðin og Isavia vinni saman að því að auka möguleika fólks til að ferðast fótgangandi og á hjólum á Suðurnesjum með uppbyggingu stígakerfis bæði á milli byggðakjarna og að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
  • Tryggja þarf að stuðningur ríkisins til uppbyggingar hafna sé í samræmi við samþykkt Svæðisskipulags Suðurnesja þannig að hægt sé að halda áfram uppbyggingu stórskipahafnar í Helguvík og tryggja stöðu Grindavíkurhafnar og Sandgerðishafnar sem fiskihafna.
  • Auka þarf framlög til vetrarþjónustu á þjóðvegum á Suðurnesjum þannig að hún sé í samræmi við verklagsreglur Vegagerðarinnar um aukna umferð.
  • Fundurinn leggur áherslu á að stjórnvöld tryggi áframhaldandi uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og gæti þess að fjármögnun rekstrar og uppbyggingu annarra flugvalla sé ekki tekin úr tekjugrunni Keflavíkurflugvallar.
  • Fundurinn fordæmir að ekki sé haft samráð við sveitarfélögin á Suðurnesjum um framtíðar áform flugsamgangna á SV-horninu. Það er mikilvægt að samfélagslegir hagsmunir séu skoðaðir og metnir frá öllum hliðum áður en ákvörðun um framtíðar miðju innanlandsflugs er ákveðin.