fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ratsjáin – umsóknafrestur

Ratsjáin er nýsköpunar og þróunarverkefni sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.

Með þátttöku sinni fá stjórnendur þjálfun og þekkingu sem snýr að betri miðlun upplýsinga, aukinni hæfni í greiningu á rekstri fyrirtækisins síns, úrbótaskýrslu með tillögum að nauðsynlegum aðgerðum, að gæði, fagmennska og ábyrg stjórnun verði hluti af stefmumótunarferli hvers fyrirtækis ásamt mannauðsmálum og öðrum atriðum sem kunna að koma upp í greiningarferli hvers fyrirtækis fyrir sig.

Kostnaði verður haldið í lágmarki en fyrirtæki greiða 150þúsund kr. þátttökugjald auk ferða og uppihaldskostnaðar þegar vinnufundir eru. Gera má ráð fyrir 8 ferðum á tímabilinu auk þess sem þáttakandi tekur einu sinni á tímabilinu á móti öllum hinum.

Umsóknarfrestur er til 13. maí 2016 en allar nánari upplýsingar veita:
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir klasastjóri Íslenska ferðaklasans, s: 861-7595, asta.kristin@icelandtourism.is
Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í s: 522-9462, sirry@nmi.is

Sjá: