fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðm

Heildar fasteigna- og lóðarmat í Keflavík er 30.656.705 m.kr. og hefur það hækkað um 11% á milli ára. Gjöldin eru nú hæst í Keflavík, 387 þúsund en voru 344 þúsund fyrir ári síðan.

Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar 1. september 2017 þar sem reiknað er út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu líkt og undanfarin ár.

Í Grindavík er heildarmatið 25.310.701 m.kr. og gjöld 237 þúsund.

Viðmiðunareignin er ávalt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og lóðarstærð er 808m2. Fasteignamat og lóðarleiga eru reiknuð út frá stærðum fasteignar og lóðar. Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2016 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2017 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi. Til að forðast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viðkomandi sveitarfélag og óskað eftir að athugasemdir yrðu gerðar ef um skekkjur væri að ræða. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust.

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum. Byggðastofnun 1. september 2017.