Samið við Hópbíla um leið 55
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkti á fundi sínum þann 28. desember sl. að ganga til samninga við Hópbíla hf. um leið 55 fyrir heildarverð 148.619.484 en tilboð þeirra hlaut 98 í heildareinkun.
Þá var gengið til samninga við Hópbifreiðar Kynnisferða ehf fyrir leið 89 fyrir heildarverð 32.183.625 en tilboð þeirra hlaut heildareinkunn 97.
Samkvæmt 86.gr.laga um opinber innkaup nr.120/2016 þurfa að líða a.m.k. 10 dagar frá því að ákvörðun um val á tilboði er tilkynnt og þar til tilboðið er endanlega samþykkt. Því hefur verið samið við SBK/ABK ehf. um að sjá um þennan akstur þar til nýr akstursaðili tekur við þann 8.janúar 2018.
Engar breytingar verða gerðar á leiðarkerfi eða tímatöflum, Strætó mun jafnframt sjá um þá þætti sem þeir sáu um áður. Eina sem notendur ættu að verða varir við eru nýir vagnar og aðrir bílstjórar.