fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

29. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

29. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 10. mars 2022, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Ingþór Guðmundsson, Jón B. Einarsson, Einar Jón Pálsson, Magnús Stefánsson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar Kristinn Ottósson, Kristinn Benediksson, Guðmundur Björnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Forföll boðuðu Lilja Sigmarsdóttir, Guðmundur Pálsson, Áshildur Linnet og Guðlaugur H. Sigurjónsson.

Ingþór Guðmundsson varamaður formanns setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

  1. Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja, Stefán G. Thors

Vinnustofa 1: Atvinna og auðlindir, seinni hluti.
Nefndin lauk vinnu við flokkinn auðlindir .

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:30.