343. fundur SSS 4. nóvember 1993
Árið 1993 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 4. nóvember kl. 15.00.
Mætt eru: Kristján Pálsson, Sigurður Jónsson, Bjarni Andrésson, Drífa Sigfúsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Björgvin Lúthersson, Guðjón Guðmunds-son og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Kristján Pálsson setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
1.
Formaður: Drífa Sigfúsdóttir
Varaformaður: Margrét Gunnarsdóttir
ritari: Ólafur Gunnlaugsson
Drífa Sigfúsdóttir tók við stjórn fundarins og þakkaði fráfarandi stjórn gott starf.
2.
Ályktanir frá aðalfundi:
a) Ályktun um tekjustofna.
Ákveðið að senda ályktunina til Sambands ísl. sveitarfélaga, forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og þingmanna Reykjaneskjördæmis.
b) Ályktun um rekstur grunnskóla.
Ákveðið að senda ályktunina til Sambands ísl. sveitarfélaga, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, þingmanna Reykjaneskjördæmis og kennarasamtakanna.
c) Ályktun um ráðstefnu um æskulýðsmál.
Ákveðið að senda ályktunina til menntamálaráðherra ásamt bréfi varðandi undirbúning ráðstefnunnar.
d) Ályktun um atvinnumál.
Ákveðið að senda bréf til starfshóps um frísvæði og spyrja um stöðu mála og hvenær niðurstöðu sé að vænta frá starfshópnum. Einnig að sveitarfélögin á Suðurnesjum óski eftir að fá að fylgjast með gangi mála.
Ákveðið að senda ályktunina til forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra, þingmanna Reykjaneskjördæmis, hagsmunaaðila í sjávarútvegi, Tryggingastofnunar ríkisins og S.S.H.
e) Ályktun um störf Umdæmanefndar S.S.S.
Ákveðið að senda ályktunina félagsmálaráðherra og Umdæmanefnd S.S.S. Afrit sent Braga Guðbrandssyni.
3.
Bréf dags. 25/10 1993 frá Jóhanni D. Jónssyni ferðamálafulltrúa varðandi endurgerð og merkingu fornra gönguleiða.
Stjórnin telur hugmyndina áhugaverða og óskar eftir að fá fylgjast með þróun hennar.
4.
Bréf dags. 27/10 1993 frá Sigurði J. Halldórssyni varðandi endurbætur þjóðvegar á Reykjanesi. Guðjóni Guðmundssyni falið að afla nánari upplýsinga fyrir næsta fund og boða fulltrúa frá Vegagerðinni á fund stjórnarinnar.
5.
Bréf dags. 28/10 1993 frá Guðjóni I. Stefánssyni varðandi aðalfund S.S.V. 5. og 6. nóv. 1993. Framkvæmdastjóra er boðið að sitja fundinn. Guðjón Guðmundsson mætir ef hann getur.
6.
Fundargerð Bláfjallanefndar frá 18/10 1993 ásamt rekstraryfirliti og gjaldskrá lagt fram.
7.
Fundargerð stjórnar S.S. frá 19/10 1993 lögð fram.
Fundi slitið kl. 17.00
Kristján Pálsson
Sigurður Jónsson
Bjarni Andrésson
Drífa Sigfúsdóttir
Ólafur Gunnlaugsson
Björgvin Lúthersson
Guðjón Guðmundsson
Jóhanna M. Einarsd.