351. fundur SSS 10. mars 1994
Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 10. mars kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Finnbogi Björnsson, Margrét Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkvstj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 1/3 1994 lögð fram. Framkvæmdastjóra falið að afla nánari skýringa á lokauppgjöri á rekstri og framkvæmdum.
2. Frísvæði – framhald frá síðasta fundi.
Framkvæmdastjóra falið að afla gagna um það hvernig sveitarfélögin eru tilbúin til að koma inn í málið.
3. Bréf dags. 24/2 1994 frá menntamálaráðuneytinu vegna ráðstefnu um æskulýðsmál sem fram fari á Suðurnesjum. Ráðuneytið mun leggja til ráðstefnunnar allt að kr. 300.000.00.
4. Bréf dags. 24/2 1994 frá Matthíasi Bjarnasyni form. sjávarútvegsnefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, 283. mál og frumvarp til laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, 282. mál.
Kristján Pálsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson fara í gegnum þessi mál og skila umsögn á næsta fundi.
5. Bréf dags. 1/3 1994 frá Gísla S. Einarssyni varaformanni iðnaðarnefndar Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um auðlindakönnun í öllum landshlutum, 172. mál.
Stjórn S.S.S. tekur undir að framkvæmd verði auðlindakönnun í öllum landshlutum en með þeim fyrirvara að ekki verði um útgjöld fyrir sveitarfélögin að ræða.
6. Bréf dags. 2/3 1994 frá Sólveigu Pétursdóttur form. allsherjarnefndar Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um flutning verkefna til sýslumannsembætta 151. mál.
Stjórn S.S.S. gerir ekki athugasemdir við þingsályktunartillöguna.
7. Tillaga Fjárhagsnefndar S.S.S. að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana árið 1994. Lagt fram á síðasta fundi ásamt fundargerðum fjárhagsnefndar fundir nr. 98 – 108 – Síðari umræða. Stjórn S.S.S. samþykkir tillögur Fjárhagsnefndar S.S.S. fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitastjórna til afgreiðslu. Stjórnin samþykkir fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. nr. 98 – 108.
Sameiginlega reknum stofnunum er heimilt að innheimta framlög samkv. framangreindri áætlun þar til sveitastjórnir hafa afgreitt þær.
8. Sameiginleg mál.
a) Lagt fram afrit af bréfi til forsætisráðherra frá bæjarráði Njarðvíkur. Í bréfinu kemur fram bókun bæjarráðs Njarðvíkur frá 9. mars varðandi úthlutun ríkisstjórnar Íslands á fjármunum til að treysta atvinnulífið og sveitasjóði á Vestfjörðum. Bæjarráð minnir ríkisstjórnina á atvinnuástandið á Suðurnesjum s.l. 2 ár og fer fram á það að Suðurnesjamenn verði látnir sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að því að úthluta fjármunum ríkisins til atvinnuuppbyggingar út um landið og til að styrkja sveitasjóðina.
Stjórn S.S.S. tekur undir bókun bæjarráðs Njarðvíkur og óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins hið fyrsta.
b) Framkvæmdastjóri D.S. ræddi starfsmannamál stofnun-arinnar – starfmat o.fl. Næsti fundur mánduaginn 14. mars
kl. 15.00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45.