fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

371. fundur SSS 24. janúar 1995

 Árið 1995 var fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélga á Suðurnesjum þriðjudaginn 24. janúar kl. 22.00.

Mætt voru: Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Kristbjörn Albertsson, Óskar Gunnarsson og Drífa Sigfúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.  Atvinnumál á sameiginlegum grunni.
2. Erindi stjórnar Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

1. Tillaga nefndar á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fjallar um atvinnumál á sameiginlegum grunni, kynnt.  Áður hafði tillagan verið kynnt á fundi með starfshópi um atvinnumál.
Stjórn S.S.S. leggur til við sveitarstjórnirnar að unnið verði í atvinnumálum á grundvelli tillögunnar og hvetur sveitarstjórnirnar til að hraða afgreiðslu málsins.  Undirnefnd S.S.S. hefur hér með lokið störfum.

2. Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja óskar eftir að stjórn S.S.S. skipi vinnuhóp “til að ræða framtíð rekstrarmála F.S.S. áður en stjórn S.S.S. tekur endanlega afstöðu til þeirra tillögu sem fram hefur komið um þetta mál í stjórn S.S.S.”.  Samþykkt að fela formanni, Sigurði Jónssyni og Kristjáni Gunnarssyni að ræða við fulltrúa F.S.S.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið.