fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

399. fundur SSS 22. febrúar 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 22. febrúar kl. 15.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Steindór Sigurðsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 8/2 1996 frá umhverfisnefnd Alþingis, ásamt frumvarpi til laga um skipulags- og byggingalög, 251. mál.  Ákveðið að óska eftir því við tæknideildir sveitarfélaganna að þær gefi umsögn um frumvarpið.

2. Bréf dags. 8/2 1996 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um spilliefnagjald, 252. mál.  Ákveðið að óska eftir því við stjórn og framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvarinnar að gefa umsögn um frumvarpið þar sem sama erindi liggur fyrir.

3. Bréf dags. 12/2 1996 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um nýtingu Krýsuvíkursvæðisins, 211. mál.
Afgreiðslu frestað.

4. Bréf dags. 9/2 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps varðandi afgreiðslu á erindi þroskahjálpar og hestamannafélaginu Mána.  Lagt fram.

5. Bréf (afrit) dags. 12/2 1996 frá Hjalta Jóhannessyni framkvæmdastjóra Eyþings.
Undir þessum lið voru lögð fram bókun frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga.  Stjórn S.S.S. tekur undir bókun Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 2. febr. 1996 og telur  afar mikilvægt að fyrir lok þessa mánaðar liggi fyrir drög að samkomulagi milli ríkis- og sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga.  Það er álit stjórnar að meginforsenda fyrir flutningi grunnskólans 1. ágúst n.k. sé að drögin liggi fyrir í lok þessa mánaðar.  Einnig telur stjórn S.S.S. fulla ástæðu til þess að taka upp og skoða ákvæði er varða einsetningu grunnskóla í grunnskólalögum nr. 66/1995 og ennfremur hugmyndir um mötuneyti.

6. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 11/1, 17/1 og 25/1 1996 lagðar fram og samþykktar. 
Samningur Launanefndar S.S.S. og Sjúkraliðafélags Íslands dags. 16. febr. 1996 samþykktur. Af hálfu launanefnar S.S.S. var lögð fram greinargerð um tímafjölda við samningana.

7. Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 18/1 1996 lögð fram.

8. Samgöngumál.
Guðjón Guðmundsson sagði frá gögnum sem hann hefur aflað um samgöngumál og fundi sem hann átti með umdæmisstjóra vega-gerðarinnar.

9. Sameiginleg mál.
Lagt fram bréf dags. 7. febr. 1996 frá Friðjóni Einarssyni framkv.stj. M.O.A. varðandi húsnæði Reykjanesbæjar að Fitjum.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara og bæjarstjóra í Reykjanesbæ.

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af höfuðborgarsvæðinu er frestað um viku þ.e. til 15. mars.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.15.