fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

463. fundur 7. október 1999

            Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 7. október kl.15.00.

 

            Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Þóra Bragadóttir boðaði forföll og varamaður einnig.

 

Dagskrá:

 

1.         Bréf dags. 27/9 1999 frá SSH ásamt dagskrá aðalfundar 9. október n.k. . Lagt fram.

 

2.         Bréf dags. 4/10 1999 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi ráðstefnu um aðgengi fyrir alla 18. okt. n.k. . Lagt fram.

 

3.         Bréf móttekið 29/9 frá Fjórðungssamb. Vestfirðinga ásamt dagskrá 44. fjórðungsþings.  Lagt fram.

 

4.         Ársreikningur SSS fyrir árið 1998 síðari umræða og afgreiðsla.  Framkvæmdastjóri fór yfir reikningana og útskýrði.  Stjórnin samþykkir reikningana og þeir undirritaðir.

 

5.         Aðalfundur SSS 1999.  Rætt um dagskrá  aðalfundar og ályktanir sem lagðar verða fram á aðalfundi.

 

6.         Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, D-álma flýtifjármögnun skv. samningi.  Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála.  Skv. samingnum skuldbundu sveitarfélögin sig til að greiða 77,5 milljónir króna  umfram lögbundin framlög sveitarfélaga sem ríkið endurgreiði  á árunum 2001-2002.  Framkvæmdastjóra falið að undirbúa lántöku eins og ákveðið er í fjárhagsáætlunum.

 

7.         Tölvumál og “2000 vandinn”  Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála og kynnti úttekt sem gerð hefur verið á tölvumálum.

 

 

 

8.         Sameiginleg mál.  Ýmis sameiginleg mál rædd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.30.