5. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
5. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn mánudaginn 14. september 2015, kl. 15:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Róbert Ragnarsson, Guðlaugur M. Sigurjónsson, Sigrún Árnadóttir, Magnús Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Björnsson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar frá 27.maí 2015.
Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.
2. Erindi frá ISAVIA, sent á Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum en áframsent til Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
a) Svarbréf til ISAVIA dags. 24.08.2015.
Lögð var fram umsögn sem ritari og formaður sendu f.h. Svæðisskipulagsnefndar til ISAVIA.
3. Erindi frá ISAVIA, dags. 17.08.2015 v.kynning á drögum að tillögu um aðalskipulag.
Fulltrúi ISAVIA fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði frá drögum að nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030. Vinna við sjálft skipulagið hófst árið 2011. Drögin hafa jafnframt verið send til allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum til umsagnar.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja bendir að uppfæra þurfi kort Svæðisskipulagsins í samræmi við drög að nýju aðalskipulagi. Nauðsynlegt sé að auglýsa breytingar á Svæðisskipulaginu samhliða breytingum á aðalskipulagi ISAVIA.
4. Endurskoðun á vatnsverndarsvæði – upplýsingar um stöðu.
Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann átti ásamt ritara og fulltrúa Grindavíkur með HS-Orku og Veitu.
5. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:00.