692. fundur S.S.S 19.Ágúst 2015
Árið 2015, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 19. ágúst, kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mættir eru: Gunnar Þórarinsson, Einar Jón Pálsson, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:.
1. Bréf dags.07.08.2015 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, f.h. Ferðamálastofu, v. breytts fyrirkomulags við samningsgerð hvað varðar svæðisbundið samstarf á sviði ferðamála.
Lagt var fram minnisblað frá verkefnastjóra Markaðsstofu Reykjaness. Stjórn S.S.S. samþykktir að fela framkvæmdastjóra S.S.S. að senda inn ábendingar í samræmi við minnisblaðið.
2. Bréf dags. 04.08.2015, frá Skafta Harðarsyni f.h. Félags skattgreiðenda, v. stuðnings SSS við undirbúningsvinnu vegna „fluglestarinnar“. (201311-129/8.1).
Stjórn S.S.S. samþykkir að fela framkvæmdastjóra og formanni að svara erindinu.
3. Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja, dags. 03.06.2015 (201505-76/1.4).
Lagt fram.
4. Bréf dags. 03.06.2015 frá Grindavíkurbæ, v. samstarfs í menntamálum á Suðurnesjum (201303-32/8.3).
Stjórn S.S.S. tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og felur framkvæmdastjóra að fylgja því eftir.
5. Fundargerð Heklunnar nr. 44, dags. 12.06.2015 (201506-85/8.3).
Lagt fram.
6. Bréf dags. 08.07.2015 frá ISAVIA, v. skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar í kynningu (201507-88/9.7).
Erindinu er vísað til stjórnar Svæðisskipulags Suðurnesja.
7. Verkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja 2015 – yfirlit yfir tillögur.
Stjórn S.S.S. samþykkir að verkefni ársins 2015 verði í samræmi við niðurstöður samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurnesja.
Verkefni ársins eru eftirfarandi:
a) Tengsl atvinnulífs, nýsköpunar og skóla, framlag 4 mkr.
b) Kynning atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurnesjum, framlag 6 mkr.
c) Samstarf ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurnesjum, framlag 3 mkr.
d) Jákvæð sjálfsmynd íbúa á Suðurnesjum, framlag kr. 5.4 mkr.
e) Minnka brottfall úr skóla, framlag kr. 1 mkr.
f) Þjónusta og þekking í ferðaþjónustunni, framlag 2 mkr.
g) Upplýsingaveita og aukið menningarsamstarf, framlag 2 mkr.
Framkvæmdastjóra er falið að útbúa tímaáætlun.
8. Hálfsárs uppgjör Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lagt fram. Uppgjör er á áætlun.
9. Fjárhagsáætlun 2016.
a. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
b. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja – Heklan.
c. Almenningssamgöngur + skólaakstur.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áætlun og leggja fyrir næsta stjórnarfund.
10. Bréf dags. 11.08.2015, frá Erni Ólafssyni f.h. Virkjunar, beiðni um styrk.
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar og framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna.
11. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 19, dags. 12.06.2015.
Lagt fram.
12. Undirbúningur v. Aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lögð drög að dagskrá.
13. Önnur mál.
Næsti stjórnarfundur S.S.S. verður miðvikudaginn 16.september, kl. 8:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.