523. fundur SSS 2. desember 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 2. desember 2003 kl. 8.00 á Fitjum.
Mætt eru: Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2004 ásamt fundargerðum fjárhagsnefndar nr. 191-196 lagðar fram á fundinum.
Sigurður Valur Ásbjarnarson formaður fjárhagsnefndar kynnti tillögur fjárhagsnefndar. Ingimundur Guðnason sat fundinn undir þessum lið.
2. Búfjáreftirlit. Framkvæmdastjóri lagði fram kostnaðaryfirlit sveitarfélaganna fyrir árið 2002. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.
3. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30