fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

525. fundur SSS 29. janúar 2004

Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 29. janúar 2004 kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari. 

Dagskrá:

1. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra frá 26/11,  18/12 ´03, 7/1 og 21/1 ´04, lagðar fram og samþykktar. Framkvæmdastjóri upplýsti að lausn er komin í tölvumál.

2. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 9/12 ´03 lögð fram og samþykkt.

3. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana 2004:
a)  Bréf dags. 18/12 ´03 frá Reykjanesbæ
b) Bréf dags. 5/1 ´04 frá Vatnleysustrandarhreppi
c) Bréf dags. 9/1 ´04 frá Gerðahreppi
d) Bréf dags. 19/1 ´04 frá Grindavíkurbæ
e) Bréf dags. 19/1 ´04 frá Sandgerðisbæ
Bókun í bréfi Gerðahrepps vísað til Fjárhagsnefndar SSS.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þar með samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana á Suðurnesjum fyrir árið 2004.

4. Bréf dags. 9/1 ´04 frá Gerðahreppi varðandi samráðsfund um stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.  Framkvæmdastjóri HSS er að funda með sveitastjórnum á svæðinu um málefni stofnunarinnar á hverjum stað. Stjórn S.S.S.  samþykkir að boða til samráðsfundar  um málefni HSS og stöðu aldraðra á Suðurnesjum  í framhaldi af kynningu framkvæmdastjóra.  Jafnframt felur stjórnin framkvæmdastjóra að ítreka fyrirspurn  stjórnarinnar til heilbrigðisráðherra frá 9.desember sl.

5. Bréf dags. 9/1 ´04 frá Gerðahreppi þar sem tilkynnt er að Ingimundur Guðnason er fulltrúi Gerðahrepps í  viðræðunefnd um Garðvang. Nefndin er þar með fullskipuð og hvetur stjórnin fulltrúa Sandgerðisbæjar að kalla nefndina saman.

6. Aðalfundur Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 3/12 ´03. Lagt fram.

7. Bréf dags. 15/12 ´03 til Styrktarfélags Suðurnesja frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Bréf dags. 22/1 ´04 til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá Þorbjörgu Pálsdóttur formanni Styrktarfélags HSS. Lagt fram

8. Bréf dags. 19/12 ´03 (afrit) frá Þjónustuhópi aldraðra. Lagt fram.

9. Bréf dags. 17/11 ´03 frá samgönguráðuneytinu. Stjórn SSS hvetur samgönguráðherra til þess að leita allra leiða til að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar stöðvist ekki heldur verði lokið við tvöföldunina á milli Hafnarfjarðar og Fitja í Reykjanesbæ sem fyrst.  Jafnframt áréttar stjórnin nauðsyn þess að staðið verði við áform um lagningu Suðurstrandarvegar.

10. Bréf dags. 1/12 ´03 frá Óbyggðanefnd, lagt fram.

11. Bréf dags. 18/11 ´03 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi  til sveitarstjórnarlaga, 30. mál, lágmarksstærð sveitarfélags.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

12. Bréf dags. 18/11 ´03 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslegs forvarnastarfs, 35. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

13. Bréf dags. 24/11 ´03 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvörpum til laga um mat á umhverfisáhrifum, 301. mál, matsferli, málskotsréttur o.fl., og skipulags- og byggingarlög, 302, mál, úrskurðarnefnd, framkvæmdaleyfi.
Þar sem ekkert samráð hefur verið við sveitarfélögin og ekki liggur fyrir kostnaðaráhrif  fyrir sveitarfélögin leggst stjórnin gegn samþykkt frumvarpanna.

14. Bréf dags. 26/11 ´03 frá iðnaðarnefnd  Alþingis ásamt frumvarpi til laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, 305. mál, stofnstyrkir, jarðhitaleit.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

15. Bréf dags. 8/12 ´03 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 307. mál, uppsögn.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

16. Bréf dags. 10/12 ´03 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um ferðasjóð íþróttafélaga, 135. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

17. Bréf dags. 11/12 ´03 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvörpum til laga um íslenska táknmálið, 374. mál, og breytingu á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins, 375. mál. 
Stjórnin SSS telur sig ekki umkomna að gefa umsögn um frumvarpið þar sem  ekki liggur fyrir kostnaðargreining fyrir sveitarfélögin en ljóst er að hann yrði umtalsverður. 

18. Bréf dags. 23/12 frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja varðandi ráðstefnu um ferðamál á Suðurnesjum. Stjórnin samþykkir að taka þátt í  ráðstefnunni með Ferðamálasamtökunum og etv.fleiri aðilum.

19. Bréf dags. 15/12 ´03 frá Íslenska Magnesíumfélaginu hf.  varðandi niðurfærslu hlutafjár og heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum.  Stjórn SSS samþykkir erindið.

20. Bréf dags. 22/1 ´04 frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga varðandi ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga fyrir næsta fund.

21. Bréf dags. 26/1 ´04 frá svæðisnefnd í atvinnuátaki á Suðurnesjum. Lagt fram.

22. Sameiginleg mál.
Bréf dags. 21/1 ´04 frá  slökkviliðsstjórum á Suðurnesjum varðandi  æfingaaðstöðu slökkviliðanna. Stjórnin telur hugmyndina áhugaverða og heimila að vinna áfram að málinu.

Næsti fundur ákveðinn næsta fimmtudag kl. 17.00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.00