fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

534. fundur SSS 3. september 2004

Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 3. september 2004 kl. 08.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.   

Dagskrá:

1. Árshlutauppgjör SSS 1. janúar – 30. júní 2004. Framkvæmdastjóri kynnti árshlutauppgjörið.  Stjórnin samþykkti árshlutauppgjörið

2. Tilnefning í stjórn FS. Stjórn SSS tilnefnir:
aðalmaður Albert Albertsson,
varamaður Böðvar Jónsson,
aðalmaður Garðar Páll Vignisson,
varamaður Guðjón Kristjánsson

3. Framkvæmdir við FS, aukafjárveiting vegna lóðaframkvæmda. Erindinu vísað til sveitarfélaganna.

4. Aðalfundur SSS 2004, fyrirkomulag – efni – dagsetning.  Rætt um fyrirkomulag og efni,  ákveðið að fundurinn verði  30. október í Sandgerði. Formanni og framkvæmdastjóra falið að setja upp drög að dagskrá.

5. Sameiginleg mál. 
Rætt um fund með stjórn SASS og þingmönnum kjördæmisins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30