571. fundur SSS 30. apríl 2007
Árið 2007, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 30. apríl kl. 17.30 á Fitjum.
Mætt eru: Steinþór Jónsson, Óskar Gunnarsson, Oddný Harðardóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir fundarritari.
Dagskrá:
1. Samningur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál.
a) Samstarfssamningur milli sveitarfélaganna.
b) Menningarsamningur við ríkið.
Stjórn SSS vísar samstarfssamningi milli sveitarfélaganna og menningarsamningi við ríkið til afgreiðslu sveitarfélaganna.
2. Bréf dags. 26. apríl ´07 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa í svæðisbundið vinnumarkaðsráð. Tilnefningu frestað.
3. Sameiginleg mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30