fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

614. fundur SSS 30. ágúst 2010

Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 30. ágúst kl.17.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Sigmar Eðvardsson Garðar K. Vilhjálmsson, Birgir Örn Ólafsson,  Laufey Erlendsdóttir, Óskar Gunnarsson og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Árshlutareikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum – 2010.
Anna Birgitta Geirmundsdóttir kom á fundinn og kynnti árshlutareikning S.S.S.
Stjórn S.S.S. samþykkir árshlutareikninginn. 

2. Aðalfundur 2010 – Ályktanir.
Málin rædd.

3. Bréf dags. 19.07.2010 frá Sveitarfélaginu Vogum varðandi aðstæður og aðbúnað á Garðvangi.
Stjórn S.S.S. leggur til að sveitarfélögin haldi sameiginlegan fund þar sem unnið verði að stefnumörkun í málefnum aldraða.

4. Bréf dags. 29.07.2010 frá Sandgerðisbæ varðandi aðstöðu og aðbúnað á Garðvangi.
Vísað til bókunar á lið nr. 3.

5. Bréf dags. 29.07.2010 frá Sandgerðisbæ varðandi erindi Lundar.
Lagt fram.

6. Bréf dags. 29.07.2010 frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Lagt fram.

7. Bréf dags. 13.08.2010 frá SSNV, varðandi 18. ársþing samtakanna.
Lagt fram.

8. Sameiginleg mál.
Ekki fleira lagt fram.

Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 7.september kl. 16:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:38.