619. fundur SSS 2. desember 2010
Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 2. desember 2010 kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlanir sameiginlegra rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir 2011.
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS kynnti tillögur Fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2011 ásamt fundargerðum Fjárhagsnefndar. Fundargerðir Fjárhagsnefndar SSS nr. 227 og 228 samþykktar. Stjórnin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnanna.
2. Bréf dags. 25.nóvember 2010 frá nefndarsviði Alþingis ásamt frumvarpi til laga um málefni fatlaðra, 256. mál. Heildarlög.
Lagt fram.
3. Bréf dags. 24. nóvember 2010 frá nefndarsviði Alþingis ásamt frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs, 186. mál. Heildarlög.
Ákveðið er að umsögn um frumvarpið verði gerð í samvinnu sorpsamlaganna á suðvesturhorninu.
4. Bréf dags. 18. nóvember 2010 frá nefndarsviði Alþingis ásamt þingsályktunar tillögu um heilbrigisþjónustu í heimabyggð, 41. mál.
Lagt fram.
5. Bréf dags. 18. nóvember 2010 frá nefndarsviði Alþingis ásamt þingsályktunar tillögu um heimsóknir til eldri borgara, 8.mál.
Lagt fram.
6. Bréf dags. 11. nóvember 2010 frá nefndarsviði Alþingis ásamt frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsingar (EES- reglur) , 121. mál. Heildarlög.
Lagt fram.
7. Bréf dags. 22. nóvember 2010 frá nefndarsviði Alþingis ásamt frumvarpi til laga um skeldýrarækt, 201. mál. Heildarlög.
Lagt fram.
8. Bréf dags. 8. nóvember 2010 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. Snorraverkefnisins.
Ekki er hægt að verða við erindinu.
9. Önnur mál.
Formaður stjórnar sagði frá ferð sinni til Brussel.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:23.