fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

630. fundur SSS 22. september 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn  22. september kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson,  Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 06.09.2011 frá Sveitarfélaginu Vogum, varðandi Lýðræðisviku 2011.
Framkvæmdastjóra falið að koma upplýsingum um Lýðræðisvikuna 2011 inn á vef Sambandsins en hún er helguð mannréttindum á sveitarstjórnarstigi.

2. Bréf dags. 12.09.2011 frá stjórn Virkjunar, varðandi ósk um fjárframlag til reksturs Virkjunar fyrir árið 2012.
Erindinu vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.

3. Tölvupóstur frá Þorsteini Hermannssyni f.h. Iðnaðarráðuneytisins varðandi megináherslur í samgöngumálum.
Framkvæmdastjóra falið að afla gagna um málið og vinna að tillögum fyrir næsta stjórnarfund.

4. Tölvupóstur frá Helgu Rún Viktorsdóttur f.h. Rannís varðandi umsögn um siðareglur í íslensku vísindasamfélagi.
Lagt fram.

5. Bréf dags. 26.08.2011 frá verkefnahópi Grænnar Orku um vistvænar samgöngur á íslensku eldsneyti.
Stjórn S.S.S. tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að kynningarfundur um vistvænar samgöngur verði haldinn seinna í vetur.

6. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 5, dags. 26.08.2011.
Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 6, dags. 02.09.2011.
Lagt fram til kynningar.

8. Aðalfundargerð 33. aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, ásamt samþykktum félagsins.
Lagt fram til kynningar.

9. Vinna vegna undirbúnings aðalfundar.
Ákveðið er að halda aðalfund S.S.S. í Stapa daganna 7. -8. okt, 2011.  Framkvæmdastjóra falið að setja upp dagskrá og senda stjórn sambandsins.  Næsti fundur stjórnar ákveðin 29. september kl. 16:30.

10. Önnur mál.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:38.