fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

632. fundur SSS 27. október 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27.október kl. 16.30 að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Formaður: Ólafur Þór Ólafsson, Sandgerðibær.
Varaformaður: Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbær.
Ritari: Inga Sigrún Atladóttir, Sveitarfélagið Vogar.
Meðstjórnendur: Einar Jón Pálsson, Sveitarfélagið Garður og Bryndís Gunnlaugsdóttir, Grindavík.

2. Aðalfundur S.S.S. – Ályktanir og tillögur.
Stjórnin leggur til að ályktanir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði sendar öllum ráðherrum og þingmönnum kjördæmisins. 

3. Bréf dags. 11. október 2011, frá Sigurði H. Ólafssyni f.h. ISAVIA.  Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2011-2030.
Lagt fram til kynningar.

4. Bréf dags. 26. september 2011, frá Umhverfisráðuneytinu varðandi undirbúning að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að boða til fundar með Umhverfisráðuneytinu ásamt framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja til að vinna að undirbúningi landshlutaáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023.

5. Bréf dags. 28.09.2011 frá Garðari Þorfinnssyni f.h. Landgræðslu ríkisins, varðandi samstarf um landgræðslu á árinu 2012.
Vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.

6. Bréf dags. 12. október 2011 frá Kristjáni Pálssyni, f.h. Markaðsstofu Suðurnesja, varðandi framlag til rekstur vegna ársins 2012.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að funda með forsvarsmönnum Markaðsstofu Suðurnesja og Ferðamálasamtökum Suðurnesja.

7. Fundargerð nr. 9, dags. 04.04.2011 frá Þjónusturáði Suðurnesja um þjónustu við fatlaða.

8. Fundargerð nr. 10, dags. 02.05.2011 frá Þjónusturáði Suðurnesja um þjónustu við fatlaða.

9. Fundargerð nr. 11, dags. 19.09.2011 frá Þjónusturáði Suðurnesja um þjónustu við fatlaða.

10. Fundargerð nr. 12, dags. 03.10.2011 frá Þjónusturáði Suðurnesja um þjónustu við fatlaða.
Mál nr. 7-10 bókuð saman. 
Stjórn S.S.S. vísar til fyrri bókunar og ítrekar að fundargerðir berist með jöfnum hætti.  Framkvæmdastjóra falið að koma bókunni til hlutaðeigandi.

Stjórn S.S.S. óskar eftir því að fulltrúar Þjónusturáðs Suðurnesja komi á fund stjórnar.

11. Fundargerð nr. 7, dags. 23.09.2011 frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja.

12. Fundargerð nr. 8, dags. 30.09.2011 frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja.
Mál nr. 11-12 bókuð saman.  Lagðar fram til kynningar.

13. Fundargerð D.S., dags. 15.09.2011.
Lögð fram.

14. Fundargerð nr. 23, dags. 26.09.2011 frá Menningarráði Suðurnesja.
Lögð fram

15. Önnur mál.
a) Stjórn S.S.S. samþykkti að tilnefna Sigríði Daníelsdóttur sem fulltrúa í starfshóp um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk í samstarfi við VMST.
b) Stjórn S.S.S óskar eftir upplýsingum um stöðu mála frá sveitarfélaginu Vogum og Landsneti varðandi flutningskerfi á raforku um Reykjanesi. Jafnframt er óskað eftir því að fulltrúar viðkomandi aðila komi á fund stjórnar.
c) Formaður stjórnar sagði frá TAIEX ferð til Finnlands.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:46.