7. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja
7. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn miðvikudaginn 28.september 2016, kl. 15:00. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Ásgeir Eiríksson, Jón Emil Halldórsson, Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Björnsson, Marta Sigurðardóttir, Sigrún Árnadóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Eftirfarandi boðuðu forföll Róbert Ragnarsson, Guðlaugur M. Sigurjónsson, Kjartan Már Kjartansson, Einar Jón Pálsson
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar frá 27. janúar 2016.
Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.
2. Kynning á vinnslutillögu að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030. Bréf dags. 16.06.2016.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir engar athugasemdir við vinnslutillöguna á þessu stigi.
3. Kynning á samstarfi Sandgerðisbæjar, Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði. Án gagna.
Formaður Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja og fulltrúar frá sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ gerðu grein fyrir stöðu málsins fyrir nefndarmönnum. Sögðu frá því að verkefnið hefði speglun í Svæðisskipulag Suðurnesja sem og að unnið væri þvert á sveitarfélagsmörk í þessu verkefni. Nefndarmenn voru sammála að gott væri að halda þeim upplýstum á vettvangi svæðisskipulagsins. Formaður nefndarinnar mun taka saman fundargerðir stýrihópsins og verða þær sendar nefndarmönnum Svæðisskipulagsins.
4. Vatnsverndarsvæði á Suðurnesjum. Staða mála.
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála. Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórar aðildarsveitarfélaganna hlutist til um áframhaldi úrvinnslu til að tryggja vatnsöryggi á Suðurnesjum.
5. Nordregio Forum 2016.
Lagt fram til kynningar.
6. Önnur mál.
Staða aðalsskipulagsvinnu Keflavíkurflugvallar.
Fulltrúar ISAVIA gerður grein fyrir stöðu mála. Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun og er þar á lokastigi.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja verður kölluð saman þegar aðalskipulag Keflavíkurflugvallar er tilbúið til umfjöllunar.
Nefndin ræddi nauðsyn þess að eiga fjármuni til að bregðast við verkefnum sem koma upp í nefndinni. Nefndin beinir því til aðila sinna að gert sé ráð fyrir hóflegum árlegum kostnaði í fjárhagsáætlunum sínum.
Stefnt er að því að fá kynningu um Búsetuþróun á Íslandi 2030 á aðalfundi SSS, nefndarmenn leggja til að fulltrúar Svæðisskipulagsnefndar frá tækifæri til að sitja fundinn undir þeim lið.
Fundi slitið kl. 16:30.