fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

713. stjórnarfundur SSS 8. mars 2017

Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 8. mars, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Bréf frá Birni Óla Haukssyni f.h. ISAVIA, dags. 14.02.2017. Efni: Bréf SSS dags. 27. maí 2016, beiðni um úthlutun rútustæðis fyrir strætisvagn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Afstaða ISAVIA er skýr í málinu um að hafna erindi um að fá leyfi til að setja stoppistöð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Stjórn S.S.S. harmar afstöðu stjórnar og stjórnenda ISAVIA til almenningssamgangna á Suðurnesjum og skorar á stjórn sem og stjórnendur ISAVIA að sýna samfélagslega ábyrgð með því að tryggja eðlilegar tengingar almenningssamgangna við samgöngumannvirkið Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

2. Erindi frá Kristjáni Gunnarssyni dags. 7.febrúar 2017.
Stjórn S.S.S. tekur undir áhyggjur Kristjáns Gunnarssonar og leggur til að hlutaðeigandi opinberir aðilar fundi sameiginlega um málefnið. 

3. Erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 10.febrúar 2017.  Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga, 128. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0187.html
Framkvæmdastjóra hefur sent inn umsögn um frumvarp til laga um farþega- og farmflutninga.

Nefndarsvið Alþingis óskaði eftir umsögn um frumvarp til laga um farþega- og farmflutninga með tölvupósti sem sendur var út þann 10. febrúar s.l.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur unnið náið með Sambandi Íslenskra sveitarfélaga eins og önnur landshlutasamtök á Íslandi að umsögn um fyrrgreint lagafrumvarp. 

Mikilvægt er að breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga nái fram að ganga.  Unnið hefur verið að breytingum á fumvarpinu frá árinu 2012 án þess að nokkur árangur hafi náðst.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur frá árinu 2008 samkvæmt samningi við Vegagerðina séð um almenningssamgöngur á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðisins.  Fól það meðal annars í sér umsjón um akstur á „Flugrútunni“.  Þann 19. Desember 2013 afturkallaði Vegagerðin einhliða einkaleyfi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á þessari leið og gaf leiðina frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur frjálsa.

Hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stefnt Vegagerðinni og eru dómskvaddir matsmenn að störfum vegna þessa.  Því telur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum nauðsynlegt að skilgreina betur það sem fram kemur í 1.mgr., 7.gr.lagafrumvarpsins að „tryggt skal að samkeppni fái að halda sér á þeim svæðum og leiðum þar sem hún er þegar fyrir hendi“.  Taka þarf skýrar fram að sú samkeppni hafi orðið til með löglegum hætti.  Auk þess þarf að koma skýrt fram í lögum að ekki sé hægt að útvíkka hinn frjálsa „samkeppnisakstur“ t.d. með því að stoppa í mismunandi sveitarfélögum á leiðinni og taka upp eða setja út farþega, þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi.

Nauðsynlegt er að það komi fram með skýrari hætti í lögunum hvað er viðurkenndur ferðamannastaður og hvað er útsýnisstaður.

Einnig þarf að tryggja það að einkaréttahafar hafi leyfi til að beita févíti ef einhverjir verða uppvísir að því að misnota t.d. afsláttarkort eða nota falsaða farmiða.

Að öðru leyti tekur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum undir umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

4. Erindi frá Kjartani Má Kjartanssyni f.h. Eftirlaunasjóð Reykjanesbæjar, dags. 01.02.2017.  Erindi: sameining Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og BRÚAR.
Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 33, dags. 20.01.2017.

Lögð fram.

6. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 34, dags. 24.02.2017.

Lögð fram.

7. Fundargerð Heklunnar nr. 55, dags. 24.02.2017.
Lögð fram.

8. Afrit af bréfi dags. 9.febrúar 2017 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.  Skipunarbréf í ráðgjafanefnd um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára.
Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur verið skipaður sem varamaður í ráðgjafanefnd um stefnumarkandi landsáætlun.  Framkvæmdastjóri S.S.S. var tilnefndur af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9. Nefndarlaun S.S.S.
Nefndarlaun verða í samræmi við samþykktir aðalfundar S.S.S. frá 14.-15.okt. 2016.

10. Vetrarfundur S.S.S. – Undirbúningur.
Lögð var fram drög að dagskrá vetrarfundar.  Fundurinn verður haldinn í Hljómahöll, föstudaginn 31.mars.  Áhersla fundarins verður að þessu sinni á ferðaþjónustu.  Fundurinn hefst kl. 15:00 og er gert ráð fyrir því að honum ljúki kl. 18:30.

11. Önnur mál.

  • Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekar ályktun sem samþykkt var á 40. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, þann 14.-15.okt. 2016.  Þar kom fram að mikilvægt væri að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að bregðast við auknum umferðarþunga og tryggja öryggi notenda.  Nauðsynlegt er að auka umferðaröryggi við Aðalgötu og Þjóðbraut inn á Reykjanesbraut, sem og tengingu við Hafnarveg.Aðalfundurinn lagði mikla áherslu á að unnið verði að því að breikka Grindavíkurveg.  Vegurinn er einn af fjölförnustu ferðamannavegum landsins en tæp milljón gestir sækja Bláa lónið heim ár hvert. Þá er vegurinn illa farinn vegna mikilla þungaflutninga og mjög sprunginn á köflum.  Vert er að benda á að vegurinn liggur í gegnum vatnsverndarsvæði Suðurnesja og því afar mikilvægt að hann sé þannig úr garði gerður að hægt sé að bregðast við mengunarslysum. Fram kemur m.a. í gögnum frá EuroRAP að Grindavíkurvegurinn er í sjöunda sæti yfir þá vegi sem flest slys verða á.  Því er nauðsynlegt að bregðast við með aðgerðum svo komið verði í veg fyrir frekari slys. Suðurnesin eru eitt atvinnusvæði og því fara margir um Grindavíkurveginn til og fá vinnu auk þess sem gestir vinsælasta ferðamannastaðs Íslands, Bláa lónsins fara um veginn.  Þetta er því ekki aðeins baráttumál Suðurnesjamanna að brugðist verði við, heldur allra þeirra gesta sem okkur sækja heim.

Næsti fundur stjórnar verður miðvikudaginn 12. apríl kl. 8:00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.9:40.