717. stjórnarfundur SSS 9. ágúst 2017
Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 9. ágúst, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð. Kolbrún Jóna Pétursdóttir var í símasambandi.
1. Framkvæmdaþörf í Helguvíkurhöfn – Samgönguáætlun 2018-2021. Gestur Halldór K. Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar.
Halldór K. Hermannsson sagði fundarmönnum frá stöðu hafnarmála í Helguvík og framkvæmdaþörfinni sem blasir við í höfninni á næstu árum.
Stjórn S.S.S. þakkar hafnarstjóra gott erindi og leggur áherslu á áframhaldandi samstöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum í uppbyggingu hafna. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja er höfnin í Helguvík skilgreind sem eina stórskipahöfn svæðisins og því mikilvæg svæðinu.
2. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 19.06.2017. Efni: Samgönguáætlun 2018-2029, endurskoðun stefnu í samgöngumálum.
Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir áherslupunktum frá bæjarstjórum á Suðurnesjum þar sem fram koma áherslur í Samgönguáætlun 2018-2029. Lögð er áhersla á að bæjarstjórar skili inn áherslupunktum fyrir 24.ágúst n.k.
3. Hlutaúttekt á heilsugæslu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – skýrsla frá Embætti landlæknis.
Stjórn S.S.S. lýsir yfir áhyggjum af stöðunni eins og hún kemur fram í skýrslunni.
Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir að frekari upplýsingum frá forstjóra Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja (HSS).
4. Stöðuskýrsla vegna Ímyndarátaks fyrir Reykjanesið – H:N Markaðsskipti.
Lagt fram.
5. Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja, dags. 19.06.2017.
a. Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja og starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins, dags. 20.06.2017.
b. Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja, forstjóra og framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, dags. 21.06.2017.
Lagt fram.
6. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2018.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að undirbúningi tímaáætlun fjárhagsáætlunar og leggja fram á næsta stjórnarfundi.
Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að allar beiðnir um framlög og önnur atriði sem þörf er á að taka tillit til, berist inn á borð stjórnar fyrir 20. september n.k.
7. Önnur mál.
Aðalfundur S.S.S. verður haldinn 28.-29.september. Stjórnin ræddi drög að dagskrá.
Ekki fleira tekið fyrir.
Næsti fundur stjórnar verður þriðjudaginn 29.ágúst kl. 7:30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50.