fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

724. stjórnarfundur SSS 13. desember 2017

Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 13. desember, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Öldungaráð Suðurnesja.
a. Dagskrá dags. 13.desember 2017
b. Tillaga flutt á aðalfundi Öldungaráðs Suðurnesja, dags. 23.09.2017.
c. Ályktun frá aðalfundi Öldungaráðs Suðurnesja, dags. 23.09.2017, v. samþættingu þjónustu.
d. Ályktun frá aðalfundi Öldungaráðs Suðurnesja, dags. 23.09.2017 vegna málefna Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja.
e. Ályktun frá aðalfundi Öldungaráðs Suðurnesja, dags.23.09.2017 vegna frítekjumarka.
f. Tölvupóstur dags. 16.október 2017 frá Eyjólfi Eysteinssyni f.h. Öldungaráðs Suðurnesja.
g. Tölvupóstur dags. 17. október 2017 frá Eyjólfi Eysteinssyni f.h. Öldungaráðs Suðurnesja.
h. Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja dags, 6. nóvember 2017.
i. Tölvupóstur dags. 5.desember 2017 frá Eyjólfi Eysteinssyni f.h. Öldungaráðs Suðurnesja. Bréf til stjórnar S.S.S. ásamt fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum og ályktunum aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja.

Formaður Öldungaráð Suðurnesja, Eyjólfur Eysteinsson fylgdi erindum ÖS eftir.  Í máli hans kemur fram að Öldungaráð Suðurnesja hafi hug á því að efna til opins fundar um heilbrigðismál á Suðurnesjum.  Óskar Öldungaráð eftir aðkomu Sambands sveitarfélag á Suðurnesjum að slíkum fundi. 

Öldungaráð Suðurnesja bendir á mikilvægt sé að vinna að undirbúningi að fjölgun hjúkrunarrýma.  Fram kemur í máli formanns Öldungaráðs að ráðið leggi til að unnið verði áfram að uppbygginu á Nesvöllum. 

Ráðið leggur áherslu á samþættingu heimahjúkrunar og þjónustu.  Fram kemur í máli formanns Þjónustuhóp aldraðra að töluverð samvinna sé fyrir hendi.

Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að funda með forstjóra Heilbrigðisstofnunnar á Suðurnesjum áður en kallað sé til opinbers fundar.  Stjórn S.S.S. hefur hug á því að vinna rannsókn um líðan eldri borgara á Suðurnesjum ásamt Þjónustuhóps aldraðra sbr.annað mál í fundargerð. Niðurstöður slíkrar rannsóknar þarf síðan að kynna íbúum svæðisins sem og stjórnendum sveitarfélaganna, stofnanna og félagssamtaka sem koma að málefnum aldraðra.

Stjórn S.S.S. tekur undir áhyggjur Öldungaráðs Suðurnesja um skort á hjúkrunarrýmum á svæðin og hversu fjársvelt svæðið er í heilbrigðismálum.  Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa óskað eftir fundi með Velferðarráðuneytinu og verður þessum áhyggjum komið á framfæri. 

2. Bréf dags. 06.12.2017 frá formanni Þjónustuhóps aldraðra – beiðni um rannsókn á heilsu, líðan og lífsgæða aldraðra á Suðurnesjum ásamt verðtilboði.

Margrét Blöndal formaður þjónustuhóps aldraðra fylgdi bréfinu úr hlaði.  Í bréfinu kemur fram í heilsugæsludæmi Suðurnesja sé starfandi þjónustuhópur aldraðra sbr.lög um málefni aldraðra nr. 31/1999.  Hlutverk þjónustuhópsins er að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.  Í erindinu kemur fram ósk um að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum taki þátt í samstarfi við gerð rannsóknar á heilsufari og félagslegri stöðu aldraðra á Suðurnesjum.  Megin markmið rannsóknarinnar yrði leggja mat á heilsu, líðan og lífsgæði aldraðra á Suðurnesjum.  Rannsókn yrði framkvæmd árið 2018 með möguleika á langtíma rannsókn og þá endurtekin á þriggja ára fresti.  Niðurstöður slíkrar rannsóknar geta reynst dýrmætur efniviður í uppbyggingu á öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. 

Stjórnin tekur vel í að vinna að verkefninu.  Formanni þjónustuhópsins falið að kalla eftir nánari upplýsingum um kostnað verkefnisins og skila til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. 

Fundi frestað kl. 10:05 til kl. 17:00.

3. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum – útboðsmál.
Málinu frestað.  Stjórnin samþykkir að funda um málið þriðjudaginn 19.desember, kl. 20:00.  Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna málið áfram á milli funda. 

4. Önnur mál.

Ekki fleira gert.

Næsti fundur stjórnar verður 19.desember kl. 20:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05.