fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

740. stjórnarfundur SSS 16. janúar 2019

Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. janúar, kl. 15:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Sóknaráætlun 2018 – átaksverkefni.

a) Úrbætur í menntamálum á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. þakkar fyrir afar áhugaverða og vel unna skýrslu vegna menntaverkefnisins. Jafnframt tekur stjórn undir með skýrsluhöfundi um að mikilvægt sé að halda áfram með starfakynningu fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum. Lagt er til að slík kynning verði hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja árið 2019. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram.

b) Fjarnám fyrir hjúkrunarfræðinga

Lagt fram.

2. Afrit af bréfi dags. 13.desember 2018 frá Sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis vegna samnings við umhverfis- og auðlindarráðuneytið um rekstur náttúrustofu.

Lagt fram.

3. Bréf dags. 13. desember 2018 frá Sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis v. bókunar um almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

Lagt fram.

4. Minnisblað dags. 10. janúar 2019 frá framkvæmdastjóra S.S.S vegna byggðaáætlunar 2018-2024, vegna verkefnis C16.

Verkefnismarkmið: Að gera ríki og sveitarfélög færari um að bregðast við þenslu á vaxtarsvæðum.

Lagt er til að komið verði á fót samráðsteymum ráðuneyta, viðkomandi sveitarfélaga, Byggðastofnunar og eftir atvikum fleiri aðila fyrir þau svæði sem skilgreind eru sem vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins, svo sem Suðurnes, suðurfirði Vestfjarða og Árnessýslu.

Verkefni teymanna verði að draga fram áskoranir sem svæðin standa frammi fyrir og leiða saman lykilaðila varðandi stefnumótun og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma.

Ábyrgð: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Framkvæmdaraðili: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Dæmi um samstarfsaðila: Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, sveitarfélög og Byggðastofnun.
Tímabil: 2018–2024.
Tillaga að fjármögnun: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Verkefnið er komið inn í Byggðaáætlun að tilstuðlan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skrifaði tillöguna um Vaxtarsvæði sem var samþykkt af ríkisvaldinu.

Niðurstaða fundarins 10. janúar sem haldinn var með fulltrúum fyrrnefndra vaxtarsvæða var sú að Suðurnesin yrðu fyrsta vaxtarsvæðið á landinu sem færi í gegnum samráðsferlið skv. Byggðaáætlun 2018-2024. Verkefnastjóra ráðuneytisins var falið að funda með framkvæmdastjóra SSS og hefja vinnuna. Ráðuneytið mun útbúa erindisbréf og senda út.

5. Önnur mál.

Lagt var fram minnisblað frá áhugasömum kaupendum Skógarbrautar 945 en óskað var eftir bindandi leigusamningi til tíu ára. Málinu frestað til næsta fundar.

Tilnefning varafulltrúa í Minjaráð Suðurnesja.

Stjórn S.S.S. tilnefnir Guðlaugu M. Lewis sem varafulltrúa í Minjaráð Suðurnesja. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna um tilnefningu til Minjastofnunar Íslands.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.