fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Skógfellsstígur skokkaður í Jarðvangsviku

Í tilefni Jarðvangsviku á Reykjanesi verður Skógfellsstígur skokkaður frá afleggjaranum við Voga og til Grindavíkur, laugardaginn 11. maí kl. 10:00. Þetta er um 16 km stórskemmtileg leið  yfir hraun og fjalllendi þar sem spor forfeðranna eru meitluð í klappir.
Lagt af stað stundvíslega frá bílastæðunum við afleggjarann við Voga og endað í sundlauginni í Grindavík. Ókeypis aðgangur í laugina fyrir skokkara.  Hægt að senda bakpoka á undan sér í sundlaugina frá bílastæðunum í Vogum. Skokkurum verður skutlað til baka eftir sundsprettinn.
Nánari upplýsingar og skráning í hlaupið er á netfangið thorsteinng@grindavik.is.