Skrifstofustarf – Laust til umsóknar
Skrifstofustarf
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir starfskrafti á skrifstofu Sambandsins í 50% starf frá og með 5.janúar 2015, möguleiki er á 100% starfi í framtíðinni.
Starfið lýtur að almennri afgreiðslu og þjónustustörfum á skrifstofu Sambandsins. Það felst m.a. í símsvörun, afgreiðslu almennra erinda, ljósritun, skjalavinnslu í Word og Excel auk vinnu í skjalavistunarkerfi. Viðkomandi hefur einnig umsjón með kaffistofu starfsmanna og aðstoð við undirbúning funda.
Viðkomandi þarf að vera tölvuvanur, hafa gott vald á íslensku og ensku, geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Gerð er krafa um stúdentspróf/sambærilega menntun eða reynslu sem nýtist í starfi. Vinnutími er fyrir hádegi alla virka daga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsóknarfrestur er til 5. desember n.k.
Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti.
Umsóknir skal senda til skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ, merkt „Skrifstofustarf“. Frekari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri S.S.S. í síma 420-3288 eða berglind@sss.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.