fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

SSS skrifar undir samning við Strætó um framkvæmd almenningssamgangna

Í gær var skrifað undir samning milli Strætó b.s. og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Samningurinn felur í sér skipulagningu og framkvæmd almenningssamgangna milli þéttbýliskjarna á Suðurnesjum og tenginu þeirra við höfuðborgarsvæðið.  Hlutverk Strætó b.s. verður að halda utan um upplýsingar er varða akstur verktaka fyrir S.S.S. Verður það gert með sama fyrirkomulagi og gildir varðandi samninga Strætó við verktaka vegna aksturs á þeirra vegum.  Strætó b.s. tryggir farþegum á þjónustusvæði S.S.S. aðgang að vögnum í leiðarkerfi strætó á höfuðborgarsvæðinu hafi þeir til þess gild fjargjaldaform eins og þau eru skilgreind af Strætó hverju sinni.  Strætó mun veita farþegum upplýsingar og fyrirgreiðslu líkt og öðrum farþegum á höfuðborgarsvæðinu. 

Samningurinn tekur gildi 1. Janúar 2015 og mun hafa í för með sér mikla samgöngubót fyrir samfélagið á Suðurnesjum og bæta tengingu íbúa við höfuðborgarsvæðið.