fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Staðarborg hlýtur styrk

Verkefnið Staðarborg hlaut nýverið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025 sem úthlutað var á dögunum.

Að verkefninu stendur Sveitarfélagið Vogar og er styrkurinn til þess að bæða aðkomu að fjárborginni og skapa nýjan áfangatað ferðamanna á Vatnsleysuströnd.

Verkefnið hlaut 4.899.000 kr. styrk en hann felst í því að búa til bílastæði við upphaf gönguleiðar að Staðarborg, bæta merkingar og bæta þar með aðkomu og aðstöðu fyrir ferðamenn. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi, auka aðdráttarafl og vernda náttúru við nýjan áfangastað ferðamanna á Vatnsleysuströnd. Staðarborg er listilega hlaðin fjárborg á Strandarheiði, friðlýst sem menningarminjar og er auk þess einn af 55 jarðminjastöðum Reykjanesjarðvangs. Eins og staðan er núna eru nánast engir innviðir fyrir hendi. Staðarborg er hluti af áfangastaðaáætlun.

Að þessu sinni hlutu 28 verkefni styrk úr sjóðnum. Heildarúthlutun er 553,2 milljónir króna og dreifast verkefnin um land allt.