Tafir á umsókn Uppbyggingarsjóðs
Af tæknilegum ástæðum verður nýtt rafrænt eyðublað Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja ekki virkt fyrr en mánudaginn 17. október.
Við biðjumst velvirðingar á þessu en hvetjum umsækjendur þó til þess að hefja umsóknarskrif strax og setja svo upplýsingarnar inn þegar eyðublaðið er orðið virkt enda tímafrek vinna að skrifa góða umsókn. Þá er einnig gott að kynna sér vel Sóknaráætlun Suðurnesja áður en hafist er handa.
Allar frekari upplýsingar og aðstoð veitir verkefnastjóri Björk Guðjónsdóttir í síma 420 3288.