Fyrsti fræðslufundur vetrarins
Fyrsti fræðslufundur vetrarins var haldinn á 5. hæð í Krossmóa fimmtudaginn 5. október þar sem Fjalar Sigurðarsson markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands kynnti aðferðir við að ná athygli fjölmiðla.
Góð mæting var á fundinn sem haldinn var í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja.
Næsti fræðslufundur verður haldinn á sama stað þriðjudaginn 10. október kl. 12 – 13:00 þar sem fjallað verður um styrkumsóknir og Uppbyggingarsjóð Suðurnesja. Þá mun Fida Abu Libdeh frumkvöðull segja frá reynslu sinni en fyrirtæki hennar geoSilca hefur hlotið margvíslega styrki.
Boðið er upp á léttar veitingar og kaffi á fræðslufundunum sem að öllu jöfnu eru haldnir á þriðjudögum í hádeginu. Skrá þarf þátttöku en þátttökugjald er ekkert.