fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Þróunarsjóðurinn Ísland allt árið auglýsir eftir umsóknum

Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki í Þróunarsjóðinn, Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum.
Lögð er áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina afbragðsverkefni stakra fyrirtækja.
Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um hvernig verkefni er ætlað að skila í senn aukinni atvinnu og varanlegum verðmætum. Miðað er við að verkefnið verði að vera vel á veg komið innan þriggja ára frá styrkveitingu.
Umsóknarfrestur er til 23. október 2012 og er gert ráð fyrir að styrkir verði veittir í desember 2012.Nánar