fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Þuríður Halldóra ráðin verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur ráðið Þuríði Halldóru Aradóttur sem verkefnastjóra Markaðsstofu Reykjaness. 
Alls bárust 34 umsóknir um stöðuna sem auglýst var þann 12. janúar sl. í Fréttablaðinu, Víkurfréttum sem og á vefsíðu Heklunnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Þuríður er með B.Sc. í ferðamálafræði og hefur lokið námi í markaðssamskiptum og almannatengslum frá Háskólanum í Reykjavík.  Hún var markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Rangárþingi eystra og forstöðumaður Söguseturs Hvolsvalla auk þess sem hún sá um rekstur upplýsingamiðstöðva. Þuríður sat jafnframt í undirbúningshópi fyrir Kötlu Geopark project. Tilgangur Markaðsstofunnar er að samþætta og efla markaðs- og kynningarstarf á Suðurnesjum og styrkja svæðið til að  afla tekna og skapa atvinnu.  Þannig er markaðssetning landshlutans unnin á einum stað í samstarfi ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga, klasa og samtaka innan svæðisins.Lögð er áhersla á að auka samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu og  við fyrirtæki á svæðinu í öðrum greinum atvinnulífsins.  Verkefni stofunnar eru einnig umsjón og útgáfa á ýmiskonar kynningarefni, skipulagningu fyrir sýningar og ýmislegt fleira sem á að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki og styrkja ímynd Suðurnesja.Tenglarvisitreykjanes.is