fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga

Samkomulag vegna markmiða um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2017-2021 var undirritað 18.apríl af fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkomulagið markar tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og byggir á nýjum lögum um opinber fjármál.  Í þeim er kveðið á um nýjar áherslur þar sem horft er á opinber fjármál sem heild og áhersla lögð á að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

Samkomulagið er gert á grundvelli 11. gr. laga um opinber fjármál þar sem kveðið er á um að tryggt skuli formlegt og reglubundið samstarf við sveitarfélög af fjármála- og efnahagsráðherra, í samráði við ráðherra sveitarstjórnarmála, um mótun fjármálastefnu og fjármálaáætlunar í samræmi við skilgreiningar þessara þátta í lögunum.

Nánari upplýsingar má finna hér á síðu Fjármála-og Efnahagsráðuneytisins.