fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Styrkir á sviði fiskveiða, fiskeldis og framleiðslu sjávarafurða

COFASP ásamt ERA-Marine biotechnology, sem eru evrópsk samstarfsnet (ERA-net) um fiskveiðar, fiskeldi og framleiðslu sjávarafurða og tengdri líftækni, auglýsa eftir forskráningu umsókna.  Frestur til að skrá umsóknir er til 22. apríl 2016.

Lýst er eftir umsóknum með áherslu á eftirtalin svið (lýsing viðfangsefna á ensku):

  • Topic 1: Fisheries stock assessment and dynamic modelling using ‘omic’ methodologies and tools
  • Topic 2: Genome based approach to genetic improvement of aquaculture species
  • Topic 3: Explore opportunities for the use of biotechnological tools, including targeted enzymes to develop more efficient seafood processing methods and high value products

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu COFASP verkefnisins.

Tækniþróunarsjóður fjármagnar verkefni með íslenskri þátttöku þannig að verkefnin þurfa að falla að áherslum sjóðsins. Hámarks stuðningur til verkefnis er 250.000 evrur.
Frekari upplýsingar um kallið gefa Sigurður Björnsson og Lýður Skúli Erlendsson hjá Rannís.