Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja opnar fyrir umsóknir föstudaginn 2. nóvember og er umsóknarfrestur til miðnættis 24. nóvember.
Rafræn umsóknargátt
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt island.is en frekari upplýsingar má finna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kennslumyndband
Hér má sjá kennslumyndband sem Uppbyggingarsjóður hefur látið gera fyrir umsækjendur.
Kynnið ykkur jafnframt vel reglur og áherslur sjóðsins.