Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja mikilvæg
Fjallað var um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á haustfundi Heklunnar sem fram fór í Hljómahöll þann 25. október sl. en fyrirlesarar voru Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA, Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja og Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi FÓLK Reykjavik.
Fram kom í erindum þeirra að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er mikilvæg í dag og muni það aukast í framtíðinni með nýjum kynslóðum neytenda sem láta sig slík mál varða. Hins vegar þurfi fyrirtæki að gera greinarmun á samfélagslegri ábyrgð og markaðssetningu því ekki sé um sama hlut að ræða og einnig þurfi þau verkefni sem valin eru að tengjast rekstri fyrirtækisins á einhvern hátt.
Fundarstjóri var frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh.
Hér má sjá upptökur af erindum sem flutt voru á fundinum.